Smjörkökur (breskt shortbread)

smjorkokurSmjörkökur eru ótrúlega einfaldar og ótrúlega ljúffengar. Maður verður samt að nenna að fást við útskurðinn og ég verið er að baka fyrir barnaafmælið þá er upplagt að leyfa krökkunum að velja mótin.

Smjörkökur eru góðar á hversdagslegt kaffiborð, óskreyttar og einfaldar. Ef þið viljið setja þær í sparibúning er dásamlegt að bera þær á borð með þeyttum rjóma og jarðarberjum – gestir geta svo bætt ofan á hverja köku eftir smekk. Lesa meira

Auglýsingar

Sítrónuhjörtu

sitronuhjortuSítrónuhjörtun eru fallegustu kökur sem ég hef bakað. Þær eru líka ljúffengar og góð tilbreyting við súkkulaðibitakökurnar um jólin. Uppskriftina fann ég í dönsku jólablaði. Yfirleitt þykja mér uppskriftir í útlenskum blöðum flóknar en þessi var nógu skýr til að ég þorði að prófa – og ég sé sko ekki eftir því.

Það er óþarfi að setja glassúr á kökurnar því þær eru ljúffengar einar sér. En bleikur glassúrinn er bara svo fallegur á litlum hjartakökum. Lesa meira

Karamellusnittur

karamellusnitturKaramellusnittur eru dísætar, gamaldags smákökur. Það er einfalt að baka þær og þær eru ljúffengar með góðum kaffibolla. Mamma fór að baka þessar kökur fyrir nokkrum árum. Kannski hafði hún bakað þær þegur hún og ég vorum miklu yngri en þær höfðu þá fallið í gleymsku. Mér fannst þessar fallegu kökur heilmikil uppgötvun þegar ég smakkaði þær á fullorðinsárum og skemmtileg viðbót við smákökubakstur fyrir jólin. Lesa meira

Súkkulaðibitakökur

chocolate-chipHér er uppáhalds smáköku uppskriftin mín. Ég fann hana í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum, bakari sem ég man ekki hvað heitir gaf þessa fínu uppskrift fyrir jólin. Ég hef lagað hana að aðstæðum og set hnetur ef þær eru til, annars ekki. Súkkulaðið má vera hvítt, ljóst, dökkt, lítið eða mikið – allt eftir smekk og hvort eitthvað sé til í skápunum.

Þetta er fullkomin uppskrift: mjög einfalt að baka og æðislega bragðgóðar kökur.
Lesa meira

Súkkulaðikókos

sukkuladikokosÞegar við Silli undirbjuggum jólin saman í fyrsta sinn kenndi hann mér að baka súkkulaðikókos kökur. Síðan þá eru kökurnar algjörlega ómissandi hluti af aðventunni í fjölskyldunni því þetta eru uppáhaldskökurnar hans Silla.

Við bökum saman smákökur og borðum þær fyrir jólin. Yfirleitt eru allir baukar tómir þegar jólin sjálf koma og þá borðum við bara eitthvað annað í staðinn. Lesa meira