Caesar salat með kjúklingi og beikon

Caesar salat er einstaklega einfalt og dásamlega gott. Ég er alltaf pínu hikandi að bjóða strákunum upp á salat, en þetta sló strax í gegn. Uppskriftina hef ég að mestu leyti frá frú Ingibjörgu Önnu og aðalatriðið er að hafa beikon með. Njótið! Lesa meira

Auglýsingar

Dásamleg döðludýfa

Feta-Honey-Date-Spread-09Döðlur, feta ostur og möndlur. Færðu vatn í munninn? Það fæ ég og það er líklega ástæðan fyrir því að ég elska þessa dýfu sem Fréttablaðið gaf uppskrift að fyrir kosningarnar síðasta vor. Reyndar fann ég uppskriftina svo með fínum myndum og nánari leiðbeiningum á enskri síðu líka. Ef maður á töfrasprota eða annars konar „hakkavél“ þá er mjög auðvelt að búa dýfuna til og svo má nýta hana á mjög fjölbreyttan hátt. Ég prófaði t.d. að smyrja henni á norskt flatbrauð (Vestlandslefsa), leggja grillaða pylsu ofan á og rúlla upp – þetta var guðdómlegur smáréttur því reykt pylsan skapaði svo gott mótvægi við sæta dýfuna. Prófið bara sjálf.

Lesa meira

Morgungrautur

morgungrauturNýlega benti Facebook vinur minn á uppskrift að hafragraut sem ekki er soðinn heldur látinn liggja í ísskáp yfir nótt og er þá tilbúinn í morgunmatinn. Þar sem ég get ekki borðað mauksoðinn hafragraut en finnst mjög gott að borða grófari hafra á morgnana varð ég að prófa þetta. Synirnir voru yfir sig hrifnir og nú er öll fjölskyldan á kafi í þessari hollustu. Ég gef hér grófa uppskrift að mínu tilbrigði, prófið ykkur svo áfram með leiðbeiningum í tenglinum hér að ofan. Lesa meira

Melónusalat

MelónusalatVið keyptum loksins grill. Nú er eldavélin komin í pásu og við grillum allt sem okkur dettur í hug. Í gærkvöldi var það bleikja sem fiskmeistarinn í Hafbergi hafði marinerað fyrir okkur og með henni bakaði ég kartöflur og skar niður melónu sem til var í ísskápnum. Mér datt í huga að föndra við ávöxtinn og gúgglaði því melónusalat. Út frá hugmyndum sem þar birtust og því sem til var í búrinu hjá mér bjó ég til þetta frísklega salat sem ég á eflaust eftir að nota oftar. Lesa meira

Maískólfar

maisÞú hefur ekki smakkað maís fyrr en þú borðar ferskan maískólf sem er léttsoðinn í sætu vatni. Eldamennskan er einföld. Kauptu ferskan maís með hýðinu utan um. Sjóddu vatn í nógu stórum potti til að kólfarnir komist heilir ofan í. Bættu hlynsírópi út í vatnið, 3-5 msk. Taktu hýðið og hárin utan af maísinum og settu þá ofan í pottinn þegar suðan er komin upp. Sjóddu kólfana í 5-8 mínútur, borðið strax með smjöri og salti.