Ceasar salad dressing

Það er ekkert mál að kaupa dressingu fyrir caesar salad í búðinni. En ég hef lent í því að finna ekki eina einustu flösku í öllum Reykjanesbæ, og þá var nú gott að finna einfalda uppskrift á netinu. Reyndar á ég aldrei ansjósur svo ég sleppti þeim og það skipti engu höfuð máli, sósan varð fullkomin fyrir þetta góða salad. Lesa meira

Dásamleg döðludýfa

Feta-Honey-Date-Spread-09Döðlur, feta ostur og möndlur. Færðu vatn í munninn? Það fæ ég og það er líklega ástæðan fyrir því að ég elska þessa dýfu sem Fréttablaðið gaf uppskrift að fyrir kosningarnar síðasta vor. Reyndar fann ég uppskriftina svo með fínum myndum og nánari leiðbeiningum á enskri síðu líka. Ef maður á töfrasprota eða annars konar „hakkavél“ þá er mjög auðvelt að búa dýfuna til og svo má nýta hana á mjög fjölbreyttan hátt. Ég prófaði t.d. að smyrja henni á norskt flatbrauð (Vestlandslefsa), leggja grillaða pylsu ofan á og rúlla upp – þetta var guðdómlegur smáréttur því reykt pylsan skapaði svo gott mótvægi við sæta dýfuna. Prófið bara sjálf.

Lesa meira

Japanskur kjúklingur með hnetusósu

kasuurÞegar sjónvarpsþáttaröðin „Biggest looser“ hóf göngu sína hér á Íslandi var uppskriftabæklingur sendur inn á öll heimili landsins til að auglýsa þáttinn. Í bæklingnum voru nokkrar mjög girnilegar uppskriftir í boði Holta kjúklings og ég hef verið að prófa þær eins og ég hef átt hráefni til. Sú sem hér er skrifuð er mjög vel heppnuð, kjúklingurinn kryddaður með bragðgóðri hnetusósu og borinn fram með miklu grænmeti. Köldu hnetusósuna má hræra saman við núðlurnar eða bera fram í skál og leyfa hverjum og einum að stjórna sósumagninu. Lesa meira

Kjúklingalasagna

lasagnaHér í Eskihlíðinni eru mjög skiptar skoðanir á því hvort lasagna sé góður matur. Silli veit fátt betra en Sólon finnst lasagna dagar kvöl og pína. Ég hef ekki verið með flóknar uppskriftir í gangi við eldamennskuna: lasagnaplötur, steikt hakk, tómatsósa úr dós og ostur – þetta hefur lukkast vel ef sósan er nógu mikil til að gera réttinn svolítið djúsí. Mig hefur lengi langað að elda kjúklingalasagna en ekki treyst mér til án uppskriftar. Svo leit ég við í Eldhússögurnar í gær og auðvitað var þar einföld og frábærlega góð uppskrift sem ég mæli hér með. Ég þurfti að aðlaga mig því ísskápurinn var orðinn tómur í vikulokin og mjólkin búin. Hins vegar voru til rjómaleyfar og því breytti ég uppskriftinni að ostasósunni til að nýta það sem var til í ísskápnum. Lesa meira

Nautaspjót Guffa

nautaspjótSólon sonur minn tók uppskriftabók til láns á bókasafninu um daginn. Fyrir valinu hjá honum varð Guffi grillar sem Edda útgáfa gaf út 2013. Í bókinni eru einfaldar uppskriftir og við nýttum færið þegar hráefnið á heimilinu passaði saman við uppskrift og prófuðum að elda nautaspjót með hnetusósu. Eldamennskan var einföld og afslöppuð og útkoman bragðgóð. Ég hef lagað uppskriftina örlítið að smekk fjölskyldunnar og því sem til var í skápunum hjá okkur. Lesa meira

Ostasósa með hvers kyns kjöti

osturIngveldur mágkona mín kann að gera dásamlegar sósur úr ostum. Ég hef reynt að læra af henni með því að fylgjast með henni í eldhúsinu en það hefur tekið mig langan tíma að skilja galdurinn. Þegar ég var að elda lambalærisneiðar í dag fyrir svanga stráka sem nenntu ekki að bíða lengi eftir matnum þá datt mér í hug að reyna við ostana og það gekk svona ljómandi vel. Ég notaði afganga úr ísskápnum og soð af kjötinu og úr varð bragðmikil sósa sem lífgaði upp á lambið. Lesa meira