Thailensk kjúklingasúpa

thaiEla matselja í Garðaskóla er súpusnillingur og hún kynnti mig fyrir þessari frábæru súpu. Það fer einstaklega vel um kjúklinginn í hnetusmjöri, karrý og kóríander. Það var hvalreki fyrir mig þegar Marta Smarta benti á uppskrift Berglindar á síðunni Gulur, rauður, grænn og salt að einmitt þessari ljúffengu súpu. Ég mallaði þetta fyrir afmælið hans Kára síðasta haust og súpan varð strax uppáhalds í fjölskyldunnu. Ég er meira að segja búin að lofa Silla að elda þetta fyrir pókerkvöld sem hann ætlar að halda einhvern tímann, en það hefur ekki komist í verk ennþá. Ég tek uppskriftina nánast orðrétt frá Berglindi því ég hef engu við þetta að bæta. En þetta er grundvallarsúpa í uppskriftabókinni minni. Lesa meira

Morgungrautur

morgungrauturNýlega benti Facebook vinur minn á uppskrift að hafragraut sem ekki er soðinn heldur látinn liggja í ísskáp yfir nótt og er þá tilbúinn í morgunmatinn. Þar sem ég get ekki borðað mauksoðinn hafragraut en finnst mjög gott að borða grófari hafra á morgnana varð ég að prófa þetta. Synirnir voru yfir sig hrifnir og nú er öll fjölskyldan á kafi í þessari hollustu. Ég gef hér grófa uppskrift að mínu tilbrigði, prófið ykkur svo áfram með leiðbeiningum í tenglinum hér að ofan. Lesa meira

Hafragrautur Brynhildar

hafragrauturÉg borða ekki hafragraut. Sem smábarn kúgaðist ég af slepjulegri áferðinni og hef aldrei geta tekið þennan klassíska morgunmat í sátt. En þegar ég bjó í Ameríku kynntist ég ýmsum tilbrigðum við hafragraut: grófari hafrar og skálin fyllt með ávöxtum og hnetum. Á búskaparárum mínum á Gates Avenue í Montclair lærði ég síðan að elda þennan bragðgóða og matarmikla graut – fullkomin byrjun á góðum degi. Lesa meira

Eggjamjólk

cloudsMunið þið eftir eggjamjólk? Hún var borðuð í eftirmat þegar kvöldmatnum lauk alltaf með eftirmat. Eftirrétturinn var oftar en ekki sæt súpa af einhverju tagi og við systurnar héldum sérstaklega upp á eggjamjólkina. Hún er sæt og góð og dásamleg eggjahvítuskýin eru ómótstæðilega girnileg, bráðna í munni. Uppskriftin kemur að sjálfsögðu frá mömmu Helgu. Lesa meira

Mullsjö grautur

mullsjo-grotÞað er lærdómsríkt að ferðast til annarra landa og breytir lífi manns að búa erlendis. Að koma sér fyrir í nýrri menningu hefur áhrif á ótal margt, eldhússtörfin þar á meðal. Ég elda ennþá ákveðna rétti sem mamma lærði þegar fjölskyldan bjó í Svíþjóð á árunum 1977-1981. Þar á meðal er þessi holli grautur, sem er dásamlegur með dálitlu rjómablandi út á. Hér að neðan er uppskriftin frá mömmu Helgu. Hráefnið þarf að liggja í bleyti yfir nótt, en síðan tekur örfáar mínútur að sjóða grautinn. Það má bæta í þetta fræum, hnetum og ávöxtum eins og hver og einn vill. Lesa meira

Fiskisúpa – eða hvað?

soupEitt af því sem er mjög gott við súpur er að þær fyrirgefa. Ónákvæmni í mælingum og tímasetningum virðist ekki hafa hræðileg áhrif á eldamennskuna. Mér hefur tekist að eyðileggja súpu með því að setja út í hana alltof mikinn pipar þegar ég trúði á uppskrift í blindni. En það þarf að hafa mikið fyrir því að eyðileggja súpu. Þegar eitthvert hráefni er ekki til má hugsanlega bara sleppa því, eða finna eitthvað annað í staðinn. Hér kemur súpuuppskrift sem gerir ráð fyrir því að kokkurinn nýti það sem til er og fari ekki sérstaka ferð í búðina áður en pottarnir eru dregnir fram. Uppskriftin kemur frá Önnu Ragnarsdóttur, kennara í Garðaskóla. Lesa meira