Hollur þeytingur (smoothie)

greensmoothieÞessa uppskrift fékk ég hjá Huldu, heimilisfræðikennara og heilsusnillingi. Þetta er bragðgóður drykkur. Mangó gefur honum góða bragðið, spínat gefur græna litinn og engiferinn gefur honum auka skot af hollustu.

Lesa meira

Auglýsingar

Lamb á norður afrískan máta

OLYMPUS DIGITAL CAMERAMaggý mágkona mín kom í vikunni og gaf mér norskan uppskriftabækling. Hún var sjálf á leiðinni að búa til lambapottrétt og ég fékk því á heilan að prófa eitthvað nýtt úr niðurskornu lambalæri sem ég átti í frysti. Í bæklingnum frá henni var meðal annars þessi uppskrift að lambi með ávöxtum og hunangi, eldað hægt að norður afrískum hætti. Lesa meira

Perur í eftirrétt

pearsNiðursoðnar perur eru dísætar og gómsætar í eftirrétt. Ef maður á dós í búrinu hjá sér geta þær reddað málum á einfaldan hátt. Allra einfaldast er að leggja peru og vel af safa út á vanilluís og bera svo fram. Svo má gera einfalda rétti eins og hér að neðan.

Ég á sjálf eftir að prófa að sjóða perur í rauðvíni og gera aðra eftirrétti úr ferskum perum. Kannski ég helli mér í það á nýju ári. Lesa meira

Kartöflur og chorizo

chorizo-potatoeNú um hátíðarnar fann ég bloggið „Ljúfmeti og lekkerheit“ og hef notað það mikið til að lífga upp á matarborðið hjá okkur. Takk Svava fyrir frábærar uppskriftir og mjög skemmtilegt blogg.

Í dag fékk ég dóttur mína og tengdason í heimsókn og vildi hafa léttan brunch í boði án þess að þurfa að standa á haus í eldhúsinu. Þá fann ég þennan frábæra kartöflurétt sem við bárum fram með ostum, brauði og ávöxtum. Ég lagaði uppskriftina hennar Svövu örlítið að sjálfri mér, minnkaði laukinn t.d. af því að ég er ekki rosalega mikil lauk kona. Einfalt og gott. Lesa meira