Lamb á norður afrískan máta

OLYMPUS DIGITAL CAMERAMaggý mágkona mín kom í vikunni og gaf mér norskan uppskriftabækling. Hún var sjálf á leiðinni að búa til lambapottrétt og ég fékk því á heilan að prófa eitthvað nýtt úr niðurskornu lambalæri sem ég átti í frysti. Í bæklingnum frá henni var meðal annars þessi uppskrift að lambi með ávöxtum og hunangi, eldað hægt að norður afrískum hætti. Lesa meira

Auglýsingar

Perur í eftirrétt

pearsNiðursoðnar perur eru dísætar og gómsætar í eftirrétt. Ef maður á dós í búrinu hjá sér geta þær reddað málum á einfaldan hátt. Allra einfaldast er að leggja peru og vel af safa út á vanilluís og bera svo fram. Svo má gera einfalda rétti eins og hér að neðan.

Ég á sjálf eftir að prófa að sjóða perur í rauðvíni og gera aðra eftirrétti úr ferskum perum. Kannski ég helli mér í það á nýju ári. Lesa meira

Kartöflur og chorizo

chorizo-potatoeNú um hátíðarnar fann ég bloggið „Ljúfmeti og lekkerheit“ og hef notað það mikið til að lífga upp á matarborðið hjá okkur. Takk Svava fyrir frábærar uppskriftir og mjög skemmtilegt blogg.

Í dag fékk ég dóttur mína og tengdason í heimsókn og vildi hafa léttan brunch í boði án þess að þurfa að standa á haus í eldhúsinu. Þá fann ég þennan frábæra kartöflurétt sem við bárum fram með ostum, brauði og ávöxtum. Ég lagaði uppskriftina hennar Svövu örlítið að sjálfri mér, minnkaði laukinn t.d. af því að ég er ekki rosalega mikil lauk kona. Einfalt og gott. Lesa meira

Til að halda tekkinu fínu

2014-11-29 10.22.48Mér finnast tekk húsgögn falleg og það eru góðar ástæður til að halda upp á þau og fara vel með þau. Sjá nánar um tekk plöntuna á Wikipediu.

Ef þú þarft að olíubera tekk húsgagn á heimilinu mæli ég með þessari uppskrift sem Silli fékk hjá reyndum húsgagnamiðlara:

  • 1/4 bolli ólívuolía
  • 3/4 bolli eplaedik

Hrærið vel saman og berið rausnarlega á viðinn. Nuddið vel ofan í, hellið meiri edikblöndu á viðinn og nuddið aftur og aftur þar til þú ert sátt/ur við útlit viðarins.

Þessi edikblanda hreinsar burt glasaför, rispur og annað slit í viðnum. Þú sérð árangurinn ekki alveg strax, leyfðu blöndunni að síga inn í viðinn yfir nótt og sjáðu þá hvort hún dugar. Ef ekki skaltu bara blanda meira og nudda enn meiri blöndu í viðinn.

Dásamleg döðludýfa

Feta-Honey-Date-Spread-09Döðlur, feta ostur og möndlur. Færðu vatn í munninn? Það fæ ég og það er líklega ástæðan fyrir því að ég elska þessa dýfu sem Fréttablaðið gaf uppskrift að fyrir kosningarnar síðasta vor. Reyndar fann ég uppskriftina svo með fínum myndum og nánari leiðbeiningum á enskri síðu líka. Ef maður á töfrasprota eða annars konar „hakkavél“ þá er mjög auðvelt að búa dýfuna til og svo má nýta hana á mjög fjölbreyttan hátt. Ég prófaði t.d. að smyrja henni á norskt flatbrauð (Vestlandslefsa), leggja grillaða pylsu ofan á og rúlla upp – þetta var guðdómlegur smáréttur því reykt pylsan skapaði svo gott mótvægi við sæta dýfuna. Prófið bara sjálf.

Lesa meira

Chili con carne

Chili con carneÍ kvöld prófaði ég uppskrift úr Fréttablaðinu sem hefur beðið í kassanum hjá mér af því að ég átti aldrei allt hráefnið í hana. Í miðri eldamennsku þurfti ég meira að segja að skreppa í vínbúðina því allur bjór var búinn í húsinu hjá mér! En þessi kássa er dásamlega matarmikil og bragðgóð. Öðrum syni mínum líkuðu ekki baunirnar í kássunni en hinn hámaði þetta í sig. Ég fann mjög skemmtilegar taco skeljar í Kosti og bar þær fram með kássunni og það var skemmtilegt að borða réttinn með þeim. Upphaflega uppskriftin var með kjúklingi en ég notaði uppskriftina óbreytta nema ég sleppti kryddinu sem ég fann ekki og skipti kjúklingakrafti út fyrir nautakraft. Lesa meira

Kjúklingasalat með ávöxtum

Kjúklingasalat með ávöxtumSilli minn er mikill kjötmaður og finnst ekki merkilegt þegar ég ber fram salat í kvöldmat. En hann var mjög ánægður með þetta salat og kallaði það „besta kjúklingasalat sem ég hef fengið“. Það má eflaust skipta út ávöxtunum á ýmsan hátt fyrir þá sem eiga ekki allt eða vilja bara prófa sig áfram sjálfir. Uppskriftina fann ég í gömlum gömlum bæklingi frá Holta kjúklingi þar sem Nanna Rögnvaldardóttir gaf uppskriftir að ljúffengum hversdagsmat. Ég skipti apríkósum út fyrir þurrkuð trönuber og mæli svo sannarlega með því. Ég gleymdi líka eplunum en það kom ekkert að sök. Það jók á litadýrð salatsins og gaf skemmtilegt bragð á móti mildum appelsínum og vínberjum. Lesa meira